Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Við eyðum miklum tíma á netinu og þar eru börn og ungmenni engin undantekning. Þau nota netið í tengslum við skólastarf, tómstundir og samskipti við vini. Margt bendir til þess að með lokunum í heimsfaraldri hafi netnotkun aukist gífurlega.

Rannsóknir sýna að aukin netnotkun getur ýtt undir ofbeldishegðun hjá strákum og kvíða og þunglyndi hjá stelpum. Heilt yfir hefur tæknin bætt líf okkar en huga verður að neikvæðum áhrifum ef við gætum ekki að netöryggi barna og ungmenna.

Margt hefur áunnist í netöryggismálum og Ísland mælist nú í hæsta flokki. Við getum verið stolt af þessum árangri, sem er uppskera vinnu sem við hófum í upphafi kjörtímabils þegar við kynntum aðgerðaáætlun í netöryggi. Þar var m.a. lögð sérstök áhersla á netöryggi barna og ungmenna, en aðgerðirnar lúta helst að forvarnastarfi og að auka vernd barna og ungmenna fyrir glæpum á netinu

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir