Minnst 558 eru látnir eftir loftárásir Ísraelshers á skotmörk innan landamæra Líbanon. Hefur annað eins mannfall ekki orðið í landinu frá tímum borgarastyrjaldarinnar miklu árin 1975 til 1990. Er það heilbrigðisráðuneyti landsins sem segir þetta
Beirút Gömul kona sem flúði úr þorpinu sínu í Suður-Líbanon leitar skjóls í skóla í Beirút í gær, sem er nú tímabundið skjól fyrir flóttamenn í Líbanon.
Beirút Gömul kona sem flúði úr þorpinu sínu í Suður-Líbanon leitar skjóls í skóla í Beirút í gær, sem er nú tímabundið skjól fyrir flóttamenn í Líbanon. — AFP/Anwar Amro

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Minnst 558 eru látnir eftir loftárásir Ísraelshers á skotmörk innan landamæra Líbanon. Hefur annað eins mannfall ekki orðið í landinu frá tímum borgarastyrjaldarinnar miklu árin 1975 til 1990. Er það heilbrigðisráðuneyti landsins sem segir þetta. Firass Abíad heilbrigðisráðherra segir meirihluta hinna látnu hafa verið almenna borgara og að margir þeirra hafi fallið inni á heimilum sínum.

Talsmenn Ísraels sögðu í gær að herinn hefði ráðið Ibrahím Kobeissi, herstjórnanda innan Hisbolla, af dögum í árásunum. Sú fullyrðing var síðar staðfest af samtökunum sjálfum. Árásir Ísraelshers á Líbanon héldu áfram í gær og var þeim beint að skotmörkum með tengingar við Hisbolla, einkum skotbyrgjum og stjórnstöðvum. „Þetta er erfiðasta vikan fyrir Hisbolla frá stofnun samtakanna – niðurstöðurnar tala sínu máli,“ sagði Yoav Gallant

...