Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og stofnandi indó sparisjóðs, myndi læra lögfræði ef hann þyrfti að bæta við sig nýrri gráðu.
Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og stofnandi indó sparisjóðs, myndi læra lögfræði ef hann þyrfti að bæta við sig nýrri gráðu.

Það þyrfti að breyta lögum um varnir gegn peningaþvætti til að gera þau markvissari og skýrari að mati Hauks Skúlasonar, framkvæmdastjóra og stofnanda indó. Hann segir gríðarlega mikilvægt að hafa öflugt eftirlit með þessum þáttum og hægt að gera miklu betur í þeim efnum.

Haukur starfaði á fjármálamarkaði um langt skeið áður en hann stofnaði indó sparisjóð ásamt Tryggva Birni Davíðssyni.

Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi?

Ég skelli mér á lyftingaæfingu til að tæma hugann, ég sæki orku með því að kenna ungum krökkum tækvondó, það er alveg svakalega gefandi að þjálfa svona skemmtilegan aldur. Það hefur lengi gagnast mér að skipta alveg um gír ef ég er að vinna að einhverju flóknu verkefni; gera eitthvað allt annað í smá tíma og láta áskoranirnar malla í kollinum.

...