— Morgunblaðið/Eggert

Haustið er komið og ber gróðurinn í Grasagarðinum í Reykjavík þess merki. Grænir litir sumarsins eru á undanhaldi og rauðu og gulu haustlitirnir orðnir meira áberandi. Þó að veðrið hafi verið stillt falla laufin til jarðar og þekja gangstéttir, vegi og garða. Hausthretin eru ekki langt undan og það styttist í að snjór þeki greinar í stað laufa.