Samherji Fiskeldi rekur landeldisstöð í Öxarfirði sem hefur verið leiðandi í eldi nýrra tegunda.
Samherji Fiskeldi rekur landeldisstöð í Öxarfirði sem hefur verið leiðandi í eldi nýrra tegunda.

Það hefur aldrei verið meira að frétta og mörg flott verkefni eru í gangi á sviði landeldis. Þetta segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Samherja Fiskeldi, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Jón Kjartan hélt erindi á Fjármálaþingi Íslandsbanka sem fram fór á mánudag á Hilton Nordica. Þar fór hann yfir sögu og starfsemi Samherja Fiskeldis sem hefur á undanförnum árum staðið í mikilli uppbyggingu.

„Við höfum fjárfest mikið í starfseminni á síðustu 2-3 árum og við ætlum að klára þetta og byggja hér upp öflugt fyrirtæki á sviði landeldis,“ segir Jón Kjartan. Hann segir rekstur fyrirtækisins hafa verið ágætan og að hann hafi byggst upp jafnt og þétt en fyrirtækið hefur verið í landeldi síðan um aldamótin.

Fyrirtækið hefur framleitt um 40.000 tonn af bleikju og laxi á síðustu 14

...