Landhelgisgæslan og Icelandair hafa gert með sér samstarfssamning sem lýtur að þjálfunarmálum flugáhafna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Icelandair. Segir þar að þótt flugrekstur þeirra sé í eðli sínu ólíkur sé þar marga sameiginlega…
Samstarf Fulltrúar Icelandair og Gæslunnar undirrituðu samning um samstarf í þjálfunarmálum flugáhafna.
Samstarf Fulltrúar Icelandair og Gæslunnar undirrituðu samning um samstarf í þjálfunarmálum flugáhafna. — Ljósmynd/Icelandair

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Landhelgisgæslan og Icelandair hafa gert með sér samstarfssamning sem lýtur að þjálfunarmálum flugáhafna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Icelandair.

Segir þar að þótt flugrekstur þeirra sé í eðli sínu ólíkur sé þar marga sameiginlega snertifleti að finna sem snúi að reglubundinni þjálfun áhafna þar sem öryggi sé ávallt í fyrsta sæti. Þjálfun áhafna skipi mikilvægan sess hjá flugrekendum og sameiginlegur vettvangur til skoðanaskipta sé dýrmætur sem og hvernig sú þjálfun geti skilað sem mestri þekkingu í jafn fjölbreyttu umhverfi og flugi.

Haft er eftir Birni Brekkan, ábyrgðarmanni þjálfunarmála hjá Landhelgisgæslunni, að mikilvægt sé að fá aðgang að jafn víðtækri og sérhæfðri þekkingu og starfsfólk Icelandair búi að. Hann segir

...