„Sesselja var mögnuð kona og ég fann mjög fyrir áhrifum hennar í þessu verkefni. Að segja sögu hennar í litum og myndum er gefandi; vinnan styrkti mig og stækkaði,“ segir Ágústa Kolbrún Roberts myndlistarkona
Listakona Ágústa Kolbrún Roberts hér við nokkrar mynda sinna á sýningunni, sem verður uppi á kaffihúsi Sólheima næstu vikurnar.
Listakona Ágústa Kolbrún Roberts hér við nokkrar mynda sinna á sýningunni, sem verður uppi á kaffihúsi Sólheima næstu vikurnar. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Sesselja var mögnuð kona og ég fann mjög fyrir áhrifum hennar í þessu verkefni. Að segja sögu hennar í litum og myndum er gefandi; vinnan styrkti mig og stækkaði,“ segir Ágústa Kolbrún Roberts myndlistarkona. Hún opnaði nú um helgina myndlistarsýningu á Sólheimum í Grímsnesi sem tileinkuð er minningu Sesselju Hreindísar Sigmundardóttur (1902-1974); konunnar sem hratt þeirri starfsemi af stað sem verið hefur þar á bæ síðan 1930. Allar myndirnar á sýningunni eru af Sesselju á

...