Fjór­ir hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald fram á föstu­dag í tengsl­um við inn­brot í versl­an­ir Elko í Skeif­unni og Lind­um aðfaranótt mánu­dags. Að sögn Heim­is Rík­h­arðsson­ar, lög­reglu­full­trúa hjá lög­regl­unni á…

Fjór­ir hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald fram á föstu­dag í tengsl­um við inn­brot í versl­an­ir Elko í Skeif­unni og Lind­um aðfaranótt mánu­dags. Að sögn Heim­is Rík­h­arðsson­ar, lög­reglu­full­trúa hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, nem­ur verðmæti þýf­is­ins tug­um millj­óna króna. Það er enn ófundið.

„Þetta er mikið magn sem þeir taka af tækj­um, svo kom­ast þeir í ­sjóðvél líka,“ seg­ir Heim­ir. Hún var í versl­un­inni í Lind­um en Heim­ir vill að svo stöddu ekki greina frá upp­hæðinni sem var tek­in þaðan.

Þrír karl­menn og ein kona eru í haldi vegna máls­ins. Þau eru öll af er­lendu bergi brot­in og eru ekki með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Heim­ir seg­ist ekki geta sagt til um hvort þjófnaður­inn ­teng­ist skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. freyr@mbl.is