„Þetta er tvíþætt, annars vegar aðilar sem eru starfandi hér í dag eins og álverin og fleiri sem bundu vonir við að geta keypt meiri orku og hins vegar er þó nokkuð af fyrirtækjum sem hafa haft áhuga á viðræðum sem hefur ekki verið hægt að…
Hörður Arnarson
Hörður Arnarson — Tölvumynd/Landsvirkjun

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Þetta er tvíþætt, annars vegar aðilar sem eru starfandi hér í dag eins og álverin og fleiri sem bundu vonir við að geta keypt meiri orku og hins vegar er þó nokkuð af fyrirtækjum sem hafa haft áhuga á viðræðum sem hefur ekki verið hægt að sinna,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar í samtali við Morgunblaðið, spurður um hvort þess væru mörg dæmi að ekki hefði verið unnt að verða við óskum fyrirtækja um raforkukaup sökum ónógs orkuframboðs.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vakti athygli á því í Morgunblaðinu í gær að fyrirtæki víða um land liðu fyrir orkuskort. Orkuþörf í samfélaginu færi jafnframt vaxandi.

Hörður segir það að hafa ekki getað orðið við óskum starfandi fyrirtækja hér á landi um

...