Starfsumhverfi leikara og skemmtikrafta hefur breyst til muna á síðustu árum. Verkefnum hefur enda fjölgað og það kallar á allskyns utanumhald. Nú er svo komið að þrjár umboðsskrifstofur sérhæfa sig á þessu sviði og bítast um kúnna
Sigurstund Frá Edduverðlaunahátíðinni 2018 þar sem þáttaröðin Fangar fékk tíu verðlaun. Starfsumhverfi leikara hefur breyst mikið síðustu ár.
Sigurstund Frá Edduverðlaunahátíðinni 2018 þar sem þáttaröðin Fangar fékk tíu verðlaun. Starfsumhverfi leikara hefur breyst mikið síðustu ár. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sviðsljós

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Starfsumhverfi leikara og skemmtikrafta hefur breyst til muna á síðustu árum. Verkefnum hefur enda fjölgað og það kallar á allskyns utanumhald. Nú er svo komið að þrjár umboðsskrifstofur sérhæfa sig á þessu sviði og bítast um kúnna. Sitt sýnist hins vegar hverjum um innreið umboðsskrifstofa. Sumir telja umboðsmennina afætur en aðrir segja að starfsumhverfið í hinum ýmsu skapandi greinum sé mun betra nú en áður.

Í síðustu viku var greint frá því að hópur leikara hefði stofnað umboðsskrifstofuna Northern Talent. Leikaraparið Arnmundur Ernst Backman og Ellen Margrét Bæhrenz stýrir skrifstofunni en þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Jörundur Ragnarsson og Þórey Birgisdóttir sitja í stjórn félagsins.

...