Kínverski herinn skaut langdrægu tilraunaflugskeyti í Kyrrahafið í gær í fyrsta skipti í áratugi. Skotæfingin vakti óhug og mótmæli annarra landa á svæðinu, eins og Ástralíu og Nýja-Sjálands, og sögðu yfirvöld í Japan að æfingin hefði ekki verið…
Xi Jinping
Xi Jinping

Kínverski herinn skaut langdrægu tilraunaflugskeyti í Kyrrahafið í gær í fyrsta skipti í áratugi. Skotæfingin vakti óhug og mótmæli annarra landa á svæðinu, eins og Ástralíu og Nýja-Sjálands, og sögðu yfirvöld í Japan að æfingin hefði ekki verið tilkynnt fyrir fram og lýstu mjög alvarlegum áhyggjum af hernaðaruppbyggingu í Kína.

Undanfarin ár hafa stjórnvöld i Kína aukið útgjöld til varnarmála mikið, þróun kjarnorkuvopna þar á meðal, en forsetinn Xi Jinping hefur lagt mikla áherslu á að nútímavæða herafla landsins. Fyrir tæpu ári varaði varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna við þessari þróun, því Kína væri að þróa vopnabúr sitt mun hraðar en búist var við.

Kína býr yfir þriðju stærstu birgðum heims af kjarnaoddum, á eftir Rússlandi og Bandaríkjunum, samkvæmt ársskýrslu Alþjóðlegu friðarrannsóknastofnunarinnar. Yfirvöld í Kína tilkynntu á þessu ári að þau hygðust

...