Maðurinn bak við Bernhöftsbakarí í dag er Sigurður Már Guðjónsson bakara- og kökugerðarmeistari. Bernhöftsbakarí er fjölskyldufyrirtæki og hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá árinu 1944 en þá keypti afi Sigurðar, Sigurður Bergsson bakarameistari, reksturinn og húsnæði og rak bakaríið til dauðadags
Tímamót Sigurður Már Guðjónsson, bakari og kökugerðarmeistari, fagnaði 190 ára afmæli Bernhöftsbakarís í gær. Hann hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og hefur ávallt verið heillaður af bakstri.
Tímamót Sigurður Már Guðjónsson, bakari og kökugerðarmeistari, fagnaði 190 ára afmæli Bernhöftsbakarís í gær. Hann hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og hefur ávallt verið heillaður af bakstri. — Morgunblaðið/Eyþór

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Maðurinn bak við Bernhöftsbakarí í dag er Sigurður Már Guðjónsson bakara- og kökugerðarmeistari. Bernhöftsbakarí er fjölskyldufyrirtæki og hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá árinu 1944 en þá keypti afi Sigurðar, Sigurður Bergsson bakarameistari, reksturinn og húsnæði og rak bakaríið til dauðadags.

Vert er að geta þess að Sigurður er jafnframt formaður Landssambands bakarameistara, LABAK, og fetar þar í fótspor afa síns heitins Sigurðar Bergssonar. Sigurður er bæði með meistararéttindi í bakaraiðn sem hann lærði á Íslandi og í kökugerð (konditorí), sem hann lærði í Þýskalandi. Sigurður Már hefur í á annan áratug barist fyrir því að hefja iðngreinar á hærra plan og fyrir bættu eftirliti með lögvernduðum iðngreinum á Íslandi. Sú barátta virðist vera að skila sér því á þriðjudaginn í síðustu

...