Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Sikiley á mikið inni sem ferðamannastaður. Þarna er fjölbreytt náttúra, sólríkt, veðráttan þægileg og innviðir á svæðinu verða æ sterkari. Einnig margir sögustaðir frá tímum Grikkja, Rómverja og Araba; menningarminjar sem vert er að skoða og gera ferð um eyjuna eftirminnilega,“ segir Hólmfríður Bjarnadóttir. Í leiðangri á vegum Bændaferða var Hófí, eins og hún er jafnan kölluð, fararstjóri þegar flogið var til Rómar og svo farið með rútu suður á bóginn. Eftir nætursiglingu frá Napólí á Ítalíu var komið til Palermo á Sikiley; borgar þar sem stefnur og straumar mætast í litríku lífi og marglaga menningu sem mótast hefur á mörgum öldum.

Upplifa og fræðast

Á þeim dögum sem svo fóru í hönd var farið víða um Sikiley. Þar má

...