Ævar Smári Matthíasson sem fæddist 24. júní sl. er 20. þúsundasti Garðbæingurinn. Þetta kom í ljós þegar íbúatölur í Garðabæ voru greindar með tilliti til þess hve mikið hefur fjölgað í bænum. Ævar Smári er sonur Silju Rúnarsdóttur úr Fnjóskadal og…
Gleðistund Frá vinstri Margrét Bjarnadóttir, þá foreldrarnir Silja og Matthías Finnur með soninn og loks Almar Guðmundsson bæjarstjóri.
Gleðistund Frá vinstri Margrét Bjarnadóttir, þá foreldrarnir Silja og Matthías Finnur með soninn og loks Almar Guðmundsson bæjarstjóri. — Ljósmynd/Guðný Hrönn

Ævar Smári Matthíasson sem fæddist 24. júní sl. er 20. þúsundasti Garðbæingurinn. Þetta kom í ljós þegar íbúatölur í Garðabæ voru greindar með tilliti til þess hve mikið hefur fjölgað í bænum. Ævar Smári er sonur Silju Rúnarsdóttur úr Fnjóskadal og Matthíasar Finns Vignissonar frá Akranesi, sem á vordögum keyptu sína fyrstu íbúð í Urriðaholti.

Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar tóku hús á fjölskyldunni í vikunnar. „Fólk sækist eftir því að búa í Garðabæ og treystir því að það geti gengið að lífsgæðum eins og fallegu umhverfi, þjónustu og góðu samfélagi vísu. Ég hlakka til að fylgjast með Ævari Smára,“ segir Almar.

Frá bæjarfélaginu fékk Ævar Smári að gjöf galla frá As We Grow úr Hönnunarsafni Íslands og blómvönd. Nýbökuðu foreldrarnir fengu árskort í

...