Dómsmál Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur kom að máli Campbells.
Dómsmál Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur kom að máli Campbells. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Dómendur í manndrápsmáli í London fyrir rúmum þremur áratugum dæmdu nítján ára gamlan blökkumann, Oliver Campbell, til langrar fangelsisvistar fyrir verslunarrán sem endaði með manndrápi. Ekkert vitnanna bar kennsl á hinn grunaða við sakbendingu, hann var hávaxnari og yngri en ræninginn.

„Þegar ég skoðaði yfirheyrsl­urnar leist mér ekki á, mér fannst eins og hann hefði verið þving­aður,“ segir Gísli Guðjónsson, ­prófessor emeritus í réttar­sálfræði, við Morgunblaðið. „Ég skoðaði þessar fjórtán yfirheyrslur en það var ekkert mark tekið á því. Það vildi enginn heyra að lögreglan hefði gert eitthvað rangt og á það var ekki hlustað.“

Í síðustu viku var Campbell sýknaður eftir að hafa barist fyrir endurupptöku málsins í áratugi og setið inni í ellefu ár, svo að þegar upp var staðið var mat Gísla árið 1991 rétt niðurstaða. » 36