Thelma Aðalsteinsdóttir náði sögulegum árangri á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Dublin á Írlandi um síðustu helgi. Thelma, sem er 23 ára gömul, vann til fernra gullverðlauna á mótinu; á stökki, tvíslá, jafnvægisslá og svo í gólfæfingum
Dublin Thelma Aðalsteinsdóttir fagnar með verðlaun sín eftir að hafa hafnað í öðru sæti í fjölþraut á Norður-Evrópumótinu á Írlandi um helgina.
Dublin Thelma Aðalsteinsdóttir fagnar með verðlaun sín eftir að hafa hafnað í öðru sæti í fjölþraut á Norður-Evrópumótinu á Írlandi um helgina. — Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Fimleikar

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Thelma Aðalsteinsdóttir náði sögulegum árangri á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Dublin á Írlandi um síðustu helgi.

Thelma, sem er 23 ára gömul, vann til fernra gullverðlauna á mótinu; á stökki, tvíslá, jafnvægisslá og svo í gólfæfingum. Þá fékk hún silfurverðlaun í fjölþraut þar sem hún var einungis 100 stigum frá gullverðlaunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk fimleikakona vinnur gull á tveimur áhöldum eða fleirum á Norður-Evrópumóti. Thelma var eini keppandinn á mótinu sem komst í úrslit á öllum fjórum áhöldunum og þá er hún fyrsti keppandinn í sögu Norður-Evrópumótsins sem vinnur gull á öllum áhöldunum fjórum.

Fann fyrir miklu stolti

...