Sú aðferð að þvinga Rússa til friðarviðræðna við Úkraínustjórn mun aldrei takast. Og myndi slíkt hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Kænugarð. Þetta segir Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta
Moskvuvaldið Rússlandsforseti sést hér funda með nánustu ráðgjöfum sínum. Hann er nú sagður undirbúa árásir á kjarnorkuver í Úkraínu.
Moskvuvaldið Rússlandsforseti sést hér funda með nánustu ráðgjöfum sínum. Hann er nú sagður undirbúa árásir á kjarnorkuver í Úkraínu. — AFP/Gavriil Grigorov

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Sú aðferð að þvinga Rússa til friðarviðræðna við Úkraínustjórn mun aldrei takast. Og myndi slíkt hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Kænugarð. Þetta segir Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta.

Er hann með þessu að svara ummælum Úkraínuforseta sem féllu á þriðjudag sl. Sagði hann frið einungis koma þegar búið væri að þvinga Moskvuvaldið til samninga. Úkraína muni aldrei semja um frið á forsendum Rússlands.

„Þessi hugsunarháttur er mikil sjálfsblekking og mun að lokum hafa afleiðingar í för með sér fyrir Kænugarðsstjórn,“ segir Peskov talsmaður og heldur áfram: „Rússland styður frið en með þeim skilyrðum sem tryggja áframhaldandi stöðugleika Rússlands og markmið okkar í hernaðaraðgerðinni sérstöku. Án

...