Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Fulltrúar meirihlutaflokkanna í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur felldu tillögu ungmennaráðs Laugardals, Bústaða og Háaleitis um að lengja kvöldafgreiðslutíma í félagsmiðstöðvum. Ástæðan er hagræðing. Miðstöðvarnar eru ætlaðar börnum 10-16 ára.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa foreldrar grunnskólabarna í þessum hverfum kallað eftir því að stjórnendur Reykjavíkurborgar rýmki þjónustutíma félagsmiðstöðva og sundlauga. „Við getum ekki treyst Hagkaup í Skeifunni fyrir unglingunum, það er ekki þeirra hlutverk að vera félagsmiðstöð,“ sagði m.a. í ályktun foreldranna.

Undir yfirlýsinguna skrifa foreldrar barna í Álftamýrarskóla, Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla, Hvassaleitisskóla, Langholtsskóla,

...