50 ára Gísli Örn er ættaður af Héraði, ólst upp á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal en býr á Akureyri. Hann er rafiðnfræðingur frá HR og er kennari við VMA. Aðaláhugamálið er tónlist, en vinnufélagarnir hittast reglulega og spilar Gísli Örn á bassa. Að öðru leyti snúast áhugamálin um að endurnýja húsnæðið á Þorgerðarstöðum og sjá um skógræktina á bænum.


Fjölskylda Eiginkona Gísla Arnar er Hilma Berdino Önnudóttir, f. 1988, er í meistaranámi í lögfræði. Synir þeirra eru Mikael Leó, f. 2007, og Emil Ísar, f. 2016. Blóðforeldrar Gísla Arnar eru Guðmundur Sigurðsson, f. 1951, og Sólveig Björk Jónsdóttir, f. 1957, en hann ólst upp hjá ömmu sinni, Bergljótu Jónasdóttur, f. 1937, d. 1999, og Þórhalli Björgvinssyni, f. 1922, d. 2005.