Í hvert sinn sem eitthvað fer úrskeiðis skynjum við þunga ábyrgð okkar. Þegar árangur næst og líf almennings verður betra erum við minnt á það hvers vegna við ákváðum að fara í stjórnmál.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Það er komin óþreyja í marga hægrimenn á Íslandi. Sumum finnst Sjálfstæðisflokkurinn ekki tala máli þeirra, öðrum þykir flokkurinn of kerfislegur. Svo eru þeir sem eru á því að þær málamiðlanir sem hafa verið gerðar í ríkisstjórn séu of margar og of dýrkeyptar – og einhverjir telja þetta allt eiga við.

Sumir telja vænlegast fyrir hægrimenn á Íslandi að bjóða fram undir öðrum merkjum eða með öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum. Sama fólk kallar eftir því að slíkt framboð leiði einstaklingar sem hafi „gert eitthvað“ og séu með reynslu utan stjórnmálanna.

Það er ákall um breytingar. Hvert og eitt okkar sem höfum valist til trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn verður að íhuga stöðu sína. Ég er engin undantekning þar á.

...