Bruno Retailleau
Bruno Retailleau

Bruno Retailleau innanríkisráðherra Frakklands hét í gær nýjum reglum til að „vernda Frakka“ eftir að marokkóskur maður, sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt 19 ára gamla námskonu og skilið lík hennar eftir í Bois de Boulogne-garðinum í París, var handtekinn í Sviss á þriðjudaginn. Retailleau hyggst herða innflytjendalöggjöfina og auðvelda brottvísun útlendinga sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi.

Árásarmaðurinn er 22 ára gamall marokkóskur maður. Hann var sakfelldur árið 2021 fyrir nauðgun en var látinn laus í júní sl. eftir að hafa afplánað dóm sinn. Þá hafði verið ákveðið að vísa honum úr landi.

Útför stúlkunnar fer fram í Saint-Louis-dómkirkjunni í Versölum á morgun.