Hjónin Rún Kormáksdóttir og Trausti Hafsteinsson stofnuðu ferðaskrifstofuna Tíu þúsund fet (10000.is) í mars á þessu ári. Þau eru einu starfsmennirnir og fóru í jómfrúarferðina á dögunum. „Byrjunin lofar góðu og við erum bjartsýn á…
Á Fimmvörðuhálsi Hjónin hafa ferðast víða innanlands sem erlendis.
Á Fimmvörðuhálsi Hjónin hafa ferðast víða innanlands sem erlendis.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Hjónin Rún Kormáksdóttir og Trausti Hafsteinsson stofnuðu ferðaskrifstofuna Tíu þúsund fet (10000.is) í mars á þessu ári. Þau eru einu starfsmennirnir og fóru í jómfrúarferðina á dögunum. „Byrjunin lofar góðu og við erum bjartsýn á framhaldið,“ segir Trausti, en fram undan eru allt frá fjögurra daga til fjögurra mánaða ferðir.

„Við höfum starfað við fararstjórn með Íslendinga víðs vegar um heiminn í um 25 ár, höfðum lengi velt því fyrir okkur að starfa á eigin vegum og þegar covid skall á lokaðist allt, við fluttum aftur heim frá Tenerife til Íslands og fórum þá alvarlega að hugsa um að fara út í eigin rekstur,“ segir Trausti um þá ákvörðun að fara úr tiltölulega öruggu starfsumhverfi út í óvissuna. „Við vildum ekki vakna upp við vondan

...