Undanfarin fjögur ár hef ég verið í hljómsveitum og tekið eftir því á hinum mismunandi tónlistarhátíðum hversu miklu minna hlutfall er af konum sem þar koma fram en körlum. Ég fékk þá flugu í hausinn að starta einhverju sem varpaði ljósi á okkur…
Sóðaskapur Hið sóðalega pönktríó skipa valkyrjurnar Sientje Sólbjört, Hildur Björg og Lára Boyce.
Sóðaskapur Hið sóðalega pönktríó skipa valkyrjurnar Sientje Sólbjört, Hildur Björg og Lára Boyce.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Undanfarin fjögur ár hef ég verið í hljómsveitum og tekið eftir því á hinum mismunandi tónlistarhátíðum hversu miklu minna hlutfall er af konum sem þar koma fram en körlum. Ég fékk þá flugu í hausinn að starta einhverju sem varpaði ljósi á okkur tónlistarkonur, og þar sem hinsegin fólk er í enn minna hlutfalli á tónlistarhátíðum en konur, þá vildi ég ekki útiloka þau frá kastljósinu. Mér fannst sjálfgefið að hafa þau með,“ segir Irene Anna Matchett, hátíðarstjóri LegFest, tónlistarhátíðar sem haldin verður á Gauknum við Tryggvagötu í Reykjavík um þarnæstu helgi, 4. og 5. október, en hátíðin hefur þá sérstöðu að fagna konum og hinsegin listafólki.

„Ég tek það fram að það mega alveg vera karlmenn í hljómsveitunum sem koma fram á LegFest, svo

...