Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Rútubruninn við Vestfjarðagöng á dögunum hefur beint sjónum að öryggismálum í jarðgöngum hér á landi.

Langmesta umferðin er um Hvalfjarðargöng. Þau voru tekin í notkun árið 1998. Umferðin um göngin hefur aukist jafnt og þétt og er nú komin að þolmörkum. 50 milljónasta ökutækið fór um göngin í september í fyrra, á 25 ára afmælisári ganganna.

Öryggismál í Hvalfjarðargöngunum komu til umræðu eftir atvikið við Vestfjarðagöng, m.a. hjá Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins. Menn veltu því fyrir sér hvað gæti gerst ef rúta yrði alelda í miðjum göngunum.

„Vegagerðin vinnur að uppfærðu áhættumati. Þar munu koma í

...