„Bókin Drottningin í dalnum er bæði sagnfræði og ættarsaga,“ segir Eggert Ágúst Sverrisson sagnfræðingur. „Hinir frábæru kennarar, sem ég hlustaði á í háskólanámi mínu í sagnfræði, gáfu mér innblástur til þess að leggjast í víking á sviði sagnfræðinnar
Sagnfræðingur Grúskið varð bók, segir Eggert Á. Sverrisson, hér með spánnýja bók sína á skrifborðinu.
Sagnfræðingur Grúskið varð bók, segir Eggert Á. Sverrisson, hér með spánnýja bók sína á skrifborðinu. — Morgunblaðið/Eggert

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Bókin Drottningin í dalnum er bæði sagnfræði og ættarsaga,“ segir Eggert Ágúst Sverrisson sagnfræðingur. „Hinir frábæru kennarar, sem ég hlustaði á í háskólanámi mínu í sagnfræði, gáfu mér innblástur til þess að leggjast í víking á sviði sagnfræðinnar. Sagan sem ég skráði átti í fyrstu að vera grúsk og svolítil samantekt um forfeður mína. Svo fór þó að efnið varð viðameira en ég vænti; er einnig saga um aldarfar og aðstæður á 19. öldinni. Þegar ég svo bar efnið undir mér reyndari menn sögðu þeir að komið væri efni í bók; þá sem nú er komin út.“

Lífsbarátta langömmu

Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir, húsfreyja í Vatnsdal, tveir eiginmenn og synir hennar þeir Þorsteinn Konráðsson á Eyjólfsstöðum og Eggert K.

...