Hinn 28. september, klukkan 14, fara fram fyrstu fjölskyldutónleikar vetrarins hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hljómsveitin flytur tónlistarævintýrið um Maxímús Músíkús. Segir í tilkynningu að þetta hrífandi ævintýri segi frá tónlistarmúsinni…

Hinn 28. september, klukkan 14, fara fram fyrstu fjölskyldutónleikar vetrarins hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hljómsveitin flytur tónlistarævintýrið um Maxímús Músíkús. Segir í tilkynningu að þetta hrífandi ævintýri segi frá tónlistarmúsinni Maxímús sem villist inn á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og leiði hlustendur með sér inn í heillandi hljóðheim sinfóníuhljómsveitarinnar. Sögumaður verður Valur Freyr Einarsson leikari og stjórnandi Ross Jamie Collins.