Arnar Þór Jónsson
Arnar Þór Jónsson

Arn­ar Þór Jóns­son, lögmaður og fv. for­setafram­bjóðandi, seg­ir viðræður við Miðflokk­inn hafa fjarað út og engu skilað. Því sé hann að und­ir­búa stofn­un nýs stjórn­mála­flokks um „ís­lenska hags­muni“.

„Viðræðunum er í raun lokið. Þær stóðu yfir í sum­ar og hafa dreg­ist á lang­inn út af sum­ar­frí­um og öðru. Nú þarf ég að huga að næstu skref­um,“ seg­ir Arn­ar Þór við mbl.is. Hann seg­ist hafa lagt fram ýms­ar hug­mynd­ir og til­lög­ur sem full­trú­ar Miðflokks­ins óskuðu eft­ir. Hann fékk hins veg­ar eng­in efn­is­leg svör.