Ökumaðurinn sem lést í bílslysi við Fossá á Skaga í fyrradag var lögreglumaður frá Hong Kong, á fertugsaldri. Eiginkona hans, sem var flutt slösuð á sjúkrahúsið á Akureyri, er einnig lögregluþjónn. Þetta kemur fram í kínversku miðlunum South China…
— Morgunblaðið/Eggert

Ökumaðurinn sem lést í bílslysi við Fossá á Skaga í fyrradag var lögreglumaður frá Hong Kong, á fertugsaldri. Eiginkona hans, sem var flutt slösuð á sjúkrahúsið á Akureyri, er einnig lögregluþjónn.

Þetta kemur fram í kínversku miðlunum South China Morning Post og The Standard. Slysið átti sér stað á þriðja tímanum á þriðjudag. Tveir voru í bílnum sem valt og hafnaði utan vegar við Fossá á Skaga, skammt norðan Skagastrandar.

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, sagði hins vegar í samtali við mbl.is að ekki væri tímabært að greina frá þjóðerni fólksins að svo stöddu.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa kom á vettvang og er rannsókn slyssins á borði rannsóknardeildar lögreglustjórans á Norðurlandi

...