„Fundurinn markaði ákveðin þáttaskil. Við erum ánægð með að tekist hafi að leiða alla þessa aðila saman,“ segir Bjarni Jónsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Á fund nefndarinnar á þriðjudag mættu fulltrúar þeirra aðila …
Fjölmennt Gestir á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í vikunni.
Fjölmennt Gestir á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í vikunni. — Ljósmynd/Bjarni Jónsson

„Fundurinn markaði ákveðin þáttaskil. Við erum ánægð með að tekist hafi að leiða alla þessa aðila saman,“ segir Bjarni Jónsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Á fund nefndarinnar á þriðjudag mættu fulltrúar þeirra aðila sem fara með öryggismál og viðbúnað í jarðgöngum; frá Vegagerðinni, Samgöngustofu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna og Félagi slökkvistjóra.

Fundurinn var haldinn í kjölfar rútubrunans við Vestfjarðagöng í síðustu viku. Litlu mátti muna að rúta brynni inni í göngunum sjálfum en ljóst þykir að illa hefði farið ef sú hefði orðið raunin. Ástand jarðganga er víða talið varhugavert.

Samgönguáætlun verður uppfærð í árslok

...