George Thomas Fox, Tom, fæddist í Wayne í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum 1937.

Foreldrar hans voru Beatrice Sill, f. 1914, d. 2001, og George Thomas Fox eldri, f. 1914, d. 1987. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum til Madison, Wisconsin þar sem hann ólst upp, elstur sjö systkina.

Fyrri kona hans var Evelyn Fox, f. 1928. Hún átti fyrir dæturnar Lynn Bernot, f. 1955, Kim Shana Scott, f. 1957, og Jan Elena Friedman, f. 1960. Seinni kona hans er Anna Jóelsdóttir myndlistarmaður, f. 1947. Fyrri maður hennar var Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, f. 1947. Synir þeirra eru Einar Baldvin arkitekt, f. 1967, og Jóel tónlistarmaður, f. 1972.

Tom vann allan sinn starfsferil innan menntageirans. Hann nam stærðfræði við Princeton-háskóla og lauk síðar doktorsprófi í málvísindum frá Wisconsin-háskóla.

...