Baksvið

Guðm. Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Kanadíski aðgerðasinninn Paul Watson situr nú í fangelsi í Nuuk á Grænlandi og bíður niðurstöðu danskra stjórnvalda um hvort hann verði framseldur til Japans til að svara til saka fyrir aðgerðir gegn japönskum hvalveiðiskipum árið 2010. Watson er ekki óvanur því að sitja í fangelsi og gisti meðal annars Síðumúlafangelsið í Reykjavík eina nótt í janúar árið 1988.

Koma Watsons hingað til lands vakti mikla athygli hér á landi en rúmu ári fyrr, í nóvember 1986, sökktu tveir liðsmenn Sea Shepherd-samtakanna, sem Watson stýrði á þessum tíma, tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn og unnu skemmdir á hvalstöðinni í Hvalfirði. Á þessum tíma voru hvalveiðar áberandi í fréttum og mörg spjót stóðu á Íslendingum, ekki aðeins

...