— Morgunblaðið/Karítas

Það jafnast fátt á við það að fá sér í gogginn eftir langan og erfiðan dag, hvað þá þegar haustið er komið og veðrið farið að kólna. Það veit þessi ungi og knái dýravinur sem býður hér grágæs lítinn mola við Tjörnina í miðbæ Reykjavíkur.

Drengurinn teygir út höndina og þorir vart að hreyfa sig er gæsin nálgast og virðir fyrir sér bitann sem er á boðstólum.