Auður, sparnaðarþjónusta Kviku, hefur haslað sér völl á fyrirtækjamarkaði. Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku segir tímasetningu nýbreytninnar samofna væntingum bankans um að sala hans á TM verði frágengin á næstu mánuðum
Vöxtur Ármann Þorvaldsson forstjóri einblínir á vöxt Kviku og lætur orðróma um samruna ekki trufla sig.
Vöxtur Ármann Þorvaldsson forstjóri einblínir á vöxt Kviku og lætur orðróma um samruna ekki trufla sig. — Morgunblaðið/Eggert

Viðtal

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Auður, sparnaðarþjónusta Kviku, hefur haslað sér völl á fyrirtækjamarkaði. Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku segir tímasetningu nýbreytninnar samofna væntingum bankans um að sala hans á TM verði frágengin á næstu mánuðum. Hvort tveggja er liður í vaxtarvegferð bankans sem kallar á aukna og fjölbreyttari fjármögnun.

„Á þeim tíma þegar við byrjuðum með sparnaðarinnlán fyrir einstaklinga í gegnum Auði var rætt hvort við ættum sömuleiðis að bjóða innlán til fyrirtækja og við höfum í gegnum tíðina fengið talsvert af fyrirspurnum frá minni fyrirtækjum í þeim efnum. Þá var ákveðið að það væri best að byrja á því að einblína á einstaklinga en við höfum alltaf stefnt að því að við myndum síðar bjóða fyrirtækjum upp á innlán á svipaðan hátt og nú

...