Mikil umræða hefur átt sér stað í kjölfar leiks Arsenal og Manchester City um aðferðir Arsenal til að halda fengnum hlut í stöðunni 2:1 og manni færri. Mikel Arteta sendi skilaboð til Davids Raya að hann skyldi þykjast vera meiddur svo Mikel Arteta…

Haraldur Árni Hróðmarsson

haraldurarni@mbl.is

Mikil umræða hefur átt sér stað í kjölfar leiks Arsenal og Manchester City um aðferðir Arsenal til að halda fengnum hlut í stöðunni 2:1 og manni færri.

Mikel Arteta sendi skilaboð til Davids Raya að hann skyldi þykjast vera meiddur svo Mikel Arteta gæti komið skilaboðum inn á völlinn til leikmanna sinna en leikhlé eru ekki leyfð í fótbolta.

Fótbolti hefur verið gagnrýndur mikið fyrir leiktafir, leikaraskap og framkomu í garð dómara en í gegnum tíðina hafa bestu liðin oft beitt bellibrögðum til að auka líkurnar á að vinna leiki.

Kerfisbundin brot á lykilmanni hins liðsins hafa þekkst í langan tíma en því fleiri sem taka þátt í þessu, því erfiðara er fyrir

...