Biðlistar lengjast mikið og þúsundir barna fá ekki þá þjónustu sem þau sárlega þurfa. Mér finnst ekki ofmælt að nota orðið neyðarástand um stöðuna.
Sigmar Guðmundsson
Sigmar Guðmundsson

Sigmar Guðmundsson

Fréttir síðustu vikna um börn og ungmenni hljóta að kalla á viðbrögð og athygli okkar allra. Þar kallast tvennt á. Annars vegar alvarleg ofbeldisverk og hnífaburður og hins vegar biðlistar barna og ungmenna í geðheilbrigðiskerfinu. Það gefur augaleið að þegar þúsundir barna bíða eftir greiningarúrræðum og geðheilbrigðisþjónustu mánuðum og árum saman mun eitthvað undan láta í fyllingu tímans. Það er bara staðreynd. Skortur á þjónustu þar sem hlúa þarf að andlegu heilbrigði barnanna okkar mun svo sannarlega ekki laga það ástand sem við höfum svo miklar áhyggjur af í dag.

Það er sorglegt að líta yfir sviðið

Um 50 börn eru á biðlista á BUGL og þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði. Álagið á Stuðla er svo mikið að erfitt er að sinna þar meðferðarstarfi. Börn bíða meira en hálft ár eftir að fá tíma

...