Kynþáttafordómar eiga hvergi heima

Það er óboðlegt þegar fólk verður fyrir aðkasti á almannafæri vegna útlits síns og kynþáttar og það var sárgrætilegt að lesa færslu, sem Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, háskólanemi í íslensku, setti á einn félagsmiðilinn í vikunni og greint var frá í frétt á mbl.is. Þar lýsir hún því hvernig iðulega hafi verið veist að henni í allt sumar.

„Frá upphafi sumars og til dagsins í dag hefur verið gelt á mig á leið í skóla, í skóla, á leið heim úr skóla, í verslunum, fyrir utan verslanir, fyrir utan vinnu, á leið í strætó, í strætó og á leið heim úr strætó,“ skrifar Hrafnhildur í færslunni. „Ég hef verið kölluð api þrisvar sinnum og komst að því að „ching chong ching“-vísunni, sem ég komst fyrst í kynni við á leikskólaaldri, hefur enn ekki verið útrýmt.“

Eins og Hrafnhildur lýsir í færslu sinni kom hún hingað

...