Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Árið 1991 var ég beðinn um að leggja gáfnapróf fyrir Oliver Campbell, við vorum tveir sem komum að þessu, geðlæknir og ég, og minn hluti var dálítið afmarkaður,“ segir Gísli Guðjónsson, prófessor emeritus í réttarsálfræði við King's College-háskólann í London og sérfræðingur í fölskum játningum, í viðtali við Morgunblaðið um rúmlega þriggja áratuga gamalt mál sem umturnaði lífi saklauss manns.

Það var í ofanverðan júlímánuð 1990 sem tveir ungir blökkumenn ruddust inn í matvöruverslun í Hackney í London og létu ófriðlega. Með skotvopn á lofti kröfðu þeir kaupmanninn, Baldev Hoondle, um það fé sem hann hafði handbært. Til átaka kom með kaupmanni og aðkomumönnum og lyktaði með því að annar ræningjanna

...