Viðhald skóla er vanrækt en of mikil áhersla lögð á íburð og tilraunastarfsemi í nýbyggingum hins opinbera.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Mörg mannvirki Reykjavíkurborgar eru of dýr, bæði í byggingu og rekstri. Á sama tíma hefur viðhald flestra skóla borgarinnar verið vanrækt. Samkvæmt ársgamalli skýrslu er þörf á meiri háttar viðhaldi í 83% af skóla- og frístundabyggingum borgarinnar, eða 113 af 136. Þá var talið að uppsöfnuð viðhaldsskuld þessara bygginga næmi um þrjátíu milljörðum króna.

Tölurnar bera vitni um kolranga forgangsröðun í viðhalds- og byggingarmálum. Viðhald er vanrækt á meðan áhersla er lögð á dýrar nýbyggingar sem borgarstjóra finnst gaman að vígja.

Verðlaunasamkeppni virðist tíðum hafa þær afleiðingar að kostnaður við smíði og rekstur opinberra bygginga hleypur upp úr öllu valdi. Oft virðast arkitektar líta á slík verkefni sem tækifæri til að reisa sjálfum sér framúrstefnulegt minnismerki.

...