„Þetta hefur verið mjög flott hingað til og ég er mjög sátt,“ sagði Andrea Jacobsen landsliðskona í handbolta í samtali við Morgunblaðið. Andrea skipti úr Skilkeborg-Voel í Danmörku í Blomberg-Lippe í Þýskalandi í sumar
Landsliðskona Fjölniskonan Andrea Jacobsen kann vel við sig hjá nýju félagi í nýju landi og er spennt fyrir komandi tímum með landsliðinu.
Landsliðskona Fjölniskonan Andrea Jacobsen kann vel við sig hjá nýju félagi í nýju landi og er spennt fyrir komandi tímum með landsliðinu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Handbolti

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

„Þetta hefur verið mjög flott hingað til og ég er mjög sátt,“ sagði Andrea Jacobsen landsliðskona í handbolta í samtali við Morgunblaðið.

Andrea skipti úr Skilkeborg-Voel í Danmörku í Blomberg-Lippe í Þýskalandi í sumar. Andrea er uppalin hjá Fjölni en hefur leikið erlendis frá árinu 2018, með Kristianstad í Svíþjóð, Aalborg og Silkeborg-Voel í Danmörku og nú Blomberg-Lippe í Þýskalandi.

„Það er alltaf breyting að fara í nýtt lið og hvað þá þegar það er í nýju landi. Þetta er hægt og rólega að koma. Það er nýtt tungumál, nýir liðsfélagar og nýr þjálfari. Kúltúrinn er öðruvísi en á Norðurlöndunum,“ útskýrði skyttan fyrir æfingu landsliðsins í Víkinni

...