„Vænleiki lamba eftir sumarið er minni en stundum áður og slíkt má rekja til kuldahretsins fyrstu vikuna í júní og óhagstæðs tíðarfars í sumar. Þetta hefur áhrif á afkomuna,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, bóndi í Ásgarði í Dölum og formaður deildar sauðfjárbænda í Bændasamtökum Íslands
Sauðfé Safnið er rekið fram til byggða eftir sumarbeit á afrétti á fjöllum.
Sauðfé Safnið er rekið fram til byggða eftir sumarbeit á afrétti á fjöllum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Vænleiki lamba eftir sumarið er minni en stundum áður og slíkt má rekja til kuldahretsins fyrstu vikuna í júní og óhagstæðs tíðarfars í sumar. Þetta hefur áhrif á afkomuna,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, bóndi í Ásgarði í Dölum og formaður deildar sauðfjárbænda í Bændasamtökum Íslands. Hann er jafnframt ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og þekkir því vel og frá mörgum hliðum til aðstæðna í landbúnaðinum.

400 þúsund lömbum verður slátrað í haust

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni er fallþungi dilka í yfirstandandi haustslátrun sauðfjár nú allt að kílói minni en var í fyrra. Sérstaklega á þetta við um fé bænda á Norður- og Austurlandi en þar um slóðir urðu verulegar búsifjar í kjölfar hrets snemma í

...