Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er að finna aðgerð sem jafngildir sérstakri skerðingu á lífeyrisréttindum fólks sem unnið hefur slítandi störf um langa ævi. Allt frá árinu 2007 hefur ríkið veitt sérstakt jöfnunarframlag til að vinna gegn…
Jóhann Páll Jóhannsson
Jóhann Páll Jóhannsson

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er að finna aðgerð sem jafngildir sérstakri skerðingu á lífeyrisréttindum fólks sem unnið hefur slítandi störf um langa ævi.

Allt frá árinu 2007 hefur ríkið veitt sérstakt jöfnunarframlag til að vinna gegn aðstöðumun milli lífeyrissjóða vegna misjafnrar örorkutíðni. Tilgangur framlagsins er að vinna gegn því að almennir sjóðfélagar sem tilheyra stéttum þar sem starfsgetumissir er algengur þurfi að bera hallann af því í formi lakari lífeyrisréttinda.

Ríkisstjórnarflokkarnir vilja að þetta framlag verði skorið rækilega niður á næsta ári, úr 7,2 í 2,5 milljarða, og falli svo alfarið brott. Slíkt kemur harðast niður á sjóðum verkafólks og lífeyrisréttindum þeirra stétta sem vinna líkamlega og andlega krefjandi störf.

Í dag renna 66 prósent jöfnunarframlagsins til fimm sjóða sem

...

Höfundur: Jóhann Páll Jóhannsson