Arnar Jónsson
Arnar Jónsson

Fyrsta frumsýning vetrarins á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi fer fram á laugardaginn, 28. september, kl. 20, þegar Arnar Jónsson stígur á svið og flytur úrval ljóða sem snert hafa við honum í gegnum tíðina. Segir í tilkynningu að Arnar sjálfur hafi eftirfarandi að segja um kynni sín af ljóðlistinni: „Ljóðið ratar til sinna og það á sannarlega við um mig. Ljóðið fann mig mjög ungan. Tónlist tungumálsins endurómar í ljóðinu – auk hugsunar og tilfinninga. Þannig er öll vitund mannskepnunnar undir í knöppu formi margvíslegra mynda.“ Þá segir jafnframt að Arnar, sem sé einn af okkar ástsælustu leikurum, hafi um árabil getið sér gott orð fyrir sinn einstaka flutning á ljóðum og hafi nýlega gefið út plötuna Ljóðastund með Arnari þar sem hann fari með nokkur af sínum uppáhaldsljóðum. Önnur sýning verður 6. október kl. 16.