Sævar Daníel Kolandavelu, sem fyrr í mánuðinum gekkst undir flókna hryggjarskurðaðgerð á Anadolu Johns Hopkins-spítalanum í Istanbúl í Tyrklandi, eftir átta ára árangurslausa baráttu við íslenska heilbrigðiskerfið, segir bataferlið ganga mjög vel
Endurreisn Sævar hefur barist við kerfið í átta ár en er loks á batavegi.
Endurreisn Sævar hefur barist við kerfið í átta ár en er loks á batavegi. — Ljósmynd/Logi Unnarson Jónsson

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Sævar Daníel Kolandavelu, sem fyrr í mánuðinum gekkst undir flókna hryggjarskurðaðgerð á Anadolu Johns Hopkins-spítalanum í Istanbúl í Tyrklandi, eftir átta ára árangurslausa baráttu við íslenska heilbrigðiskerfið, segir bataferlið ganga mjög vel.

Hann er enn að jafna sig en segir aðgerðina hafa verið tiltölulega lítið inngrip. Sævar slasaðist við æfingar árið 2016 en meiðsli hans eru rakin til stoðkerfisgalla.

...