Ár hvert er septembermánuður alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar um sjálfsofnæmissjúkdóminn alopecia. Sjúkdómurinn er fremur óútreiknanlegur og er orsök hans að stórum hluta enn óþekkt en veldur því að ónæmiskerfið ræðst á hársekki og lamar þá…

Ár hvert er septembermánuður alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar um sjálfsofnæmissjúkdóminn alopecia. Sjúkdómurinn er fremur óútreiknanlegur og er orsök hans að stórum hluta enn óþekkt en veldur því að ónæmiskerfið ræðst á hársekki og lamar þá annaðhvort tímabundið eða varanlega sem leiðir til mikils hártaps. Þau Elísabet Reykdal, yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, og Hilmar Pálsson deildarlæknir ræða um sjúkdóminn og framtíðarhorfur nýrrar lyfjaþróunar ásamt Höllu Árnadóttur, forstöðumanni mannauðs- og launalausna hjá Origo, sem þekkir alopecia-sjúkdóminn vel af eigin raun.