Stefán Eiríksson
Stefán Eiríksson

Dánarfregn Ríkisútvarpsins um fráfall Benedikts Sveinssonar, lögmanns, athafnamanns og föður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hefur vakið hneykslan.

Í frétt Brynjólfs Þórs Guðmundssonar á Rúv. var drepið á mál hinum látna til ófrægingar. Svo mjög að í framhaldinu sagði Stefán Eiríksson útvarpsstjóri að gerð yrðu „formleg viðmið um ritun og birtingu andlátsfrétta, efnistök þeirra og framsetningu“.

Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, Örn Arnarson, hrekur hið efnislega og segir fréttina „í senn einstaklega lágkúrulega og lítilmannlega, en bætir við: „Hverjar voru sakir Benedikts? Að hann hefði verið hrekklaus eða óþarflega greiðvikinn við smælingja? […] Að það hafi óhjákvæmilega verið stjórnarslitaástæða [2017]? Kjósendur virtust því a.m.k. ósammála. Að hann mætti ekki koma

...