Jóhannes Sverrisson fæddist á Efri-Brunná í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 17. september 1937. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum 17. september 2024.

Foreldrar hans voru Sigurlilja Þórðardóttir verkakona, f. 1909, d. 1989, og Sverrir Einarsson listmálari, f. 1911, d. 1986. Samfeðra systkin Jóhannesar eru: Einar Sverrisson f. 1936, maki Guðrún Bjarnadóttir, f. 1936, d. 2023. Börn: Margrét, Ragnheiður, Guðrún, Kolbrún og Tómas. 2) Oddný Björgvinsdóttir, f. 1940, maki Kjartan Oddur Þorbergsson, f. 1936. Börn: Þorbergur, Þórdís, Björg, Ragna Vala og Auður Elfa.

Árið 1967 giftist Jóhannes Margréti Lárusdóttur (Systu), f. 24.5. 1942. Foreldrar hennar voru Lárus Karl Lárusson, fulltrúi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 1899, d. 1971, og Ingibjörg Lára Óladóttir húsmóðir, f. 1907, d. 1984. Börn Jóhannesar og Margrétar eru: 1) Ómar

...