Fjölskyldan Þröstur og Guðmunda ásamt dætrum sínum og barnabörnum.
Fjölskyldan Þröstur og Guðmunda ásamt dætrum sínum og barnabörnum.

Þröstur Stefánsson fæddist á Siglufirði 27. september 1944 og ólst þar upp.

„Æskuárin á Siglufirði voru góð, þar ólst ég upp við kærleika og góðvild. Ég var þriðji í röð fjögurra systkina og byrjaði snemma að vinna, sem tíðkaðist þá. Var á síldarplaninu Ísafold og á sumrin hjólaði ég um bæinn og ræsti konurnar í síldina.

Á sumrin var ég mikið í knattspyrnu og á veturna á skíðum, keppti í svigi og stórsvigi á Íslandsmóti unglinga og vann til verðlauna á Ísafirði og Akureyri. Á unglingsárunum safnaði ég frímerkjum, eins og drengir gerðu þá, við vorum nokkrir félagar sem stofnuðum frímerkjaklúbbinn Þresti, sem var mjög gaman. Í dag hitti ég siglfirska skólafélaga mína nær mánaðarlega í Reykjavík – það er mjög gaman að halda þannig hópinn.“

Þröstur lék knattspyrnu með yngri flokkum

...