Þannig er með ljóðskáldin að þegar þau eru ekki að drekka kaffi, þá yrkja þau um það. Erla Sigríður Sigurðardóttir sendi horninu þessar skemmtilegu vísur: Þumbara við þekkjum flest, þver og undin skoffín

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Þannig er með ljóðskáldin að þegar þau eru ekki að drekka kaffi, þá yrkja þau um það. Erla Sigríður Sigurðardóttir sendi horninu þessar skemmtilegu vísur:

Þumbara við þekkjum flest,

þver og undin skoffín.

Þetta fólk, það munar mest

um manngæsku og koffín.

Ef þú hittir skorpinn skrögg

skaltu ekki hopa.

Berðu fram í bolla lögg,

bjóddu tíu dropa.

Könnufyllin kætir lund,

kaffitárið svarta.

Oft hún gerir stirða stund

stórkostlega

...