Magðalena Margrét Kristjánsdóttir fæddist á Mel í Staðarsveit 13. nóvember 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut 16. september 2024.

Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Erlendsson frá Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi, f. 28. apríl 1896, d. 23. ágúst 1973, og Guðrún Hjörleifsdóttir frá Hofstöðum í sömu sveit, f. 20. júní 1904, d. 12. október 1991. Magðalena var þriðja í röðinni af tólf systkinum. Hin eru: Kristjana, f. 1926, Elín, f. 1927, Theodór, f. 1930, Aðalheiður, f. 1931, Gunnar, f. 1933, Matthildur, f. 1936, Hjörleifur, f. 1937, Erlendur, f. 1939, Stefán, f. 1942, Sigurður, f. 1944, og Sólveig, f. 1947. Hjörleifur, Sigurður og Erlendur lifa systkini sín.

Maður Magðalenu var Guðmundur Sigurður Þórarinsson sjómaður, f. 26. júlí 1923, d. 20. ágúst 1989. Börn þeirra: 1) Magnús Þórarinn, f. 22. október 1948, d. 7. mars

...