Knattspyrnudeild Stjörnunnar og Jóhannes Karl Sigursteinsson hafa komist að samkomulagi um nýjan tveggja ára samning og mun hann því halda þjálfun kvennaliðs félagsins áfram. Jóhannes tók við Stjörnuliðinu af Kristjáni Guðmundssyni á miðju tímabili

Knattspyrnudeild Stjörnunnar og Jóhannes Karl Sigursteinsson hafa komist að samkomulagi um nýjan tveggja ára samning og mun hann því halda þjálfun kvennaliðs félagsins áfram. Jóhannes tók við Stjörnuliðinu af Kristjáni Guðmundssyni á miðju tímabili.

Fyrirliði Selfoss í handbolta, Hannes Höskuldsson, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Selfoss féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og leikur því í 1. deild á nýhöfnu tímabili. Hannes er 25 ára vinstri hornamaður og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2019. Leikmaðurinn er uppalinn á Selfossi.

Erlendur Eiríksson, sem dæmdi leik HK og KA í 23. umferð neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu á Akureyri í fyrradag, fékk 8 í einkunn í einkunnagjöf Morgunblaðsins.